Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

7. HLUTI

Frá upprisu Jesú til fangelsunar Páls

Frá upprisu Jesú til fangelsunar Páls

Á þriðja degi eftir dauða sinn var Jesús reistur upp. Þann dag birtist hann fylgjendum sínum fimm sinnum. Í 40 daga hélt Jesús áfram að birtast þeim. Þá steig hann upp til himna að nokkrum lærisveinum ásjáandi. Tíu dögum seinna úthellti Guð heilögum anda yfir fylgjendur Jesú sem biðu í Jerúsalem.

Nokkru síðar létu óvinir Guðs varpa postulunum í fangelsi en engill hleypti þeim út. Mótstöðumennirnir grýttu lærisveininn Stefán til bana. En við lærum hvernig Jesús valdi einn af þessum mótstöðumönnum sem sérstakan þjón sinn og hann varð Páll postuli. Þremur og hálfu ári eftir dauða Jesú sendi Guð Pétur postula til að prédika fyrir Kornelíusi, sem ekki var Gyðingur, og heimilisfólki hans.

Um það bil 13 árum síðar fór Páll í sína fyrstu trúboðsferð. Í annarri ferð Páls slóst Tímóteus í för með honum. Við lesum um marga spennandi atburði sem Páll og ferðafélagar hans upplifðu í þjónustu sinni við Guð. Að lokum var Páll settur í fangelsi í Róm. Tveim árum síðar var honum sleppt en svo var honum aftur varpað í fangelsi og síðan líflátinn. Atburðirnir í 7. HLUTA gerðust á um það bil 32 árum.