Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 KAFLI 31

Móse og Aron hjá Faraó

Móse og Aron hjá Faraó

ÞEGAR Móse kom aftur til Egyptalands sagði hann Aroni, bróður sínum, frá kraftaverkunum. Og þegar Móse og Aron sýndu Ísraelsmönnum þessi kraftaverk trúði allt fólkið að Jehóva væri með þeim.

Þá gengu Móse og Aron á fund Faraós. Þeir sögðu við hann: ‚Jehóva, Guð Ísraels, segir: „Leyfðu fólki mínu að fara í þrjá daga út í eyðimörkina svo að það geti tilbeðið mig.“⁠‘ En Faraó svaraði: ‚Ég trúi ekki á Jehóva. Og ég ætla ekki að láta Ísrael fara.‘

Faraó var reiður vegna þess að fólkið vildi fá frí úr vinnu til að tilbiðja Jehóva. Þess vegna neyddi hann það til að vinna enn þá meira. Nú kenndu Ísraelsmenn Móse um að farið væri svona illa með þá og það gerði Móse leiðan. En Jehóva sagði honum að vera ekki áhyggjufullur. ‚Ég skal fá Faraó til að leyfa fólki mínu að fara,‘ sagði hann.

Móse og Aron gengu nú aftur fram fyrir Faraó. Að þessu sinni gerðu þeir kraftaverk. Aron kastaði staf sínum á gólfið og varð hann þá að stórum höggormi. En vitringar Faraós köstuðu einnig stöfum sínum og höggormar birtust. En sjáðu hvað gerist! Höggormur Arons étur höggorma vitringanna. Þrátt fyrir þetta leyfir Faraó Ísraelsmönnum ekki að fara.

Nú var kominn tíminn fyrir Jehóva til að kenna Faraó lexíu. Veistu hvernig hann fór að því? Það var með því að láta 10 plágur, eða mikla erfiðleika, koma yfir Egyptaland.

Eftir margar af plágunum sendi Faraó eftir Móse og sagði: ‚Stöðvaðu pláguna og ég mun leyfa Ísraelsmönnum að fara.‘ En þegar plágan stöðvaðist snerist Faraó hugur og hann leyfði fólkinu samt ekki að fara. En þegar 10. plágan var yfirstaðin bað Faraó Ísraelsmennina um að fara.

Veistu hverjar þessar 10 plágur voru? Ef þú flettir við blaðsíðunni getur þú lesið um þær.

2. Mósebók 4:27-31; 5:1-23; 6:1-13, 26-30; 7:1-13.