Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 SÖNGUR 92

Hús sem ber nafn þitt

Velja hljóðskrá
Hús sem ber nafn þitt
UPPRÖÐUN

(1. Kroníkubók 29:16)

 1. 1. Guð Jehóva, hvílíkur heiður

  að hafa mátt reisa þér hús.

  Við bjóðum það fram þér til frægðar

  og fagnandi gerum það fús.

  Það allt sem við getum þér gefið

  var gjöf sem fyrst tilheyrði þér.

  En fé okkar, vinnu og færni

  við færum af þakklæti hér.

  (VIÐLAG)

  Við helgum þér, Guð, þennan sal,

  nafn þitt tengist þessum stað.

  Hús þetta vígjum við þér glöð,

  Drottinn, viltu þiggja það?

 2. 2. Við fyllum nú húsið þitt, faðir,

  með fagurri lofgerð um þig.

  Hún magnist er fleiri fá menntun

  og meta þinn réttlætisstig.

  Við helgum þér, Jehóva, húsið

  og höldum því við eins og þarf.

  Og stöðugt til vitnis það standi

  og styðji við boðunarstarf.

  (VIÐLAG)

  Við helgum þér, Guð, þennan sal,

  nafn þitt tengist þessum stað.

  Hús þetta vígjum við þér glöð,

  Drottinn, viltu þiggja það?

(Sjá einnig 1. Kon. 8:18, 27; 1. Kron. 29:11-14; Post. 20:24.)