Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 SÖNGUR 62

Nýi söngurinn

Velja hljóðskrá
Nýi söngurinn
UPPRÖÐUN

(Sálmur 98)

 1. 1. Söng við syngjum hátt, af krafti syngjum þakkarbrag.

  Söng um dáðir Drottins, hans dásemdir hvern dag.

  Syngdu’ um hægri hönd sem veitir honum sigur létt.

  Málstað Drottins dáum,

  hann dæmir ávallt rétt.

  (VIÐLAG)

  Syngjum söng

  með þýðum þakkaróm.

  Syngjum söng

  því Guð á konungdóm.

 2. 2. Gjalli gleðióp og lögin glaðleg dægrin löng.

  Lífsins föður lofum, með lofgjörð flytjum söng.

  Komdu’ í þennan kór og syngdu’ af krafti þetta lag.

  Lúður, horn og harpa

  samhljóma sérhvern dag.

  (VIÐLAG)

  Syngjum söng

  með þýðum þakkaróm.

  Syngjum söng

  því Guð á konungdóm.

 3. 3. Höfin heiðri Guð og skepnur hafsins endalaust.

  Ásamt allri sköpun öll hefjum við upp raust.

  Fagni líka lönd og sérhver lækur klappi dátt.

  Fjöllin ávallt fagni,

  þau frægi Drottins mátt.

  (VIÐLAG)

  Syngjum söng

  með þýðum þakkaróm.

  Syngjum söng

  því Guð á konungdóm.

(Sjá einnig Sálm 96:1; 149:1; Jes. 42:10.)