UPPRÖÐUN
Texti
Mynd

(Míka 6:8)

 1. 1. Hönd í hönd með Guði göngum,

  honum þjónum hógvær sérhvern dag.

  Föðurást sem óverðskuldað

  allir fá sem hyggja að hans hag.

  Vegna elsku greiddi gjaldið,

  göngum frjálsleg í hans lið.

  Honum því sem vottar vígjumst,

  verum alla tíð við hans hlið.

 2. 2. Satan nú í reiði ræður,

  ríki Guðs samt stöðugt færist nær.

  Þegar andstæðingar ógna

  óttaslegin gætum hörfað fjær.

  En fyrst okkur vernd Guð veitir

  verum alltaf honum hjá.

  Og af heilum huga þjónum,

  honum villumst við aldrei frá.

 3. 3. Stuðning Drottinn góðan gefur,

  gagnast andinn, einnig orðin skráð.

  Notar söfnuð sinn til hjálpar,

  svarar bænum sem við höfum tjáð.

  Hógvær göngum því með Guði,

  gefur hann þá viljastyrk,

  styrkinn til að vera trúföst,

  trúna verja og vera virk.

(Sjá einnig 1. Mós. 5:24; 6:9; 1. Kon. 2:3, 4.)