Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 SÖNGUR 42

Bæn þjóns Guðs

Velja hljóðskrá
Bæn þjóns Guðs
UPPRÖÐUN

(Efesusbréfið 6:18)

 1. 1. Alvaldi Guð sem Jehóva heitir,

  játast þér menn og trúar englasveitir.

  Áform þín ávallt uppfylling fá,

  eilífðarríkið deilu mun útkljá.

  Þegar þú vilt komi það,

  blessun þinni kemur að.

 2. 2. Ég þakka þér, Guð, gjafir og gæði.

  Gjafmildi þín til okkar ávallt flæði.

  Uppspretta lífs og ljóssins ert þú,

  leiðir og veitir traustið og tiltrú.

  Þér við viljum þakkaʼ í bæn

  því að elska þín er væn.

 3. 3. Í þessum heimi þrengingar þreyjum.

  Þín leitum við svo von og huggun eygjum.

  Áhyggjum vörpum alltaf á þig,

  öðlumst þá kraft og úthaldið einnig.

  Gefðu að við þóknumst þér,

  heitin þá við efnum hér.

(Sjá einnig Sálm 36:10; 50:14; Jóh. 16:33; Jak. 1:5.)