Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 SÖNGUR 37

Þjónum Jehóva af allri sálu

Velja hljóðskrá
Þjónum Jehóva af allri sálu
UPPRÖÐUN
Texti
Mynd

(Matteus 22:37)

 1. 1. Jehóva, þú einn átt alvald,

  elsku og hlýðni mína þú átt.

  Vígslu minnar verður ertu,

  varðar hún líf mitt, allt stórt og smátt.

  Boðum þínum ber mér að fylgja,

  blessun tel ég að hlýða þér.

  (VIÐLAG)

  Jehóva, af heilum huga

  hollustu’ og hlýðni færð þú frá mér.

 2. 2. Faðir, verk þín vitna um þig,

  vegsemd þér veitir himinn og jörð.

  Gef mér einnig einurð slíka,

  allt líf mitt gef þér og þakkargjörð.

  Gegnum lífið ganga vil með þér,

  gleðja hjarta þitt sérhvern dag.

  (VIÐLAG)

  Jehóva, af heilum huga

  hollustu’ og hlýðni færð þú frá mér.

(Sjá einnig 5. Mós. 6:15; Sálm 40:9; 113:1-3; Préd. 5:3; Jóh. 4:34.)