UPPRÖÐUN
Texti
Mynd

(Jóhannes 3:16)

 1. 1. Sérðu þá sjón fyrir þér,

  samlynt mannkynið lifir?

  Langþráðan frið lítum við,

  líf sem er laust við kvöl.

  (VIÐLAG)

  Syngjum af hjarta hátt!

  Hlut getum í því átt.

  Syngjum þann dag sigurlag:

  „Sjá, loksins eilíft líf.“

 2. 2. Áhyggjur engan mann hrjá,

  óttalaust getum lifað.

  Æskuþrótt fá allir þá,

  eilífan frið við Guð.

  (VIÐLAG)

  Syngjum af hjarta hátt!

  Hlut getum í því átt.

  Syngjum þann dag sigurlag:

  „Sjá, loksins eilíft líf.“

 3. 3. Paradís unaðar í

  allir lofsyngja Guði.

  Og með Guðs lýð ár og síð

  upphefjum Jehóva.

  (VIÐLAG)

  Syngjum af hjarta hátt!

  Hlut getum í því átt.

  Syngjum þann dag sigurlag:

  „Sjá, loksins eilíft líf.“

(Sjá einnig Job. 33:25; Sálm 72:7; Opinb. 21:4.)