UPPRÖÐUN
Texti
Mynd

(Efesusbréfið 4:32)

 1. 1. Við þökkum þér, Guð, að þekkja þinn veg,

  í þínu orði sést

  þín háleita viska, volduga afl,

  samt vinsemd þú mönnunum hést.

 2. 2. Þinn sonur enn býður særðum að fá

  hvíld sanna, lausn frá þraut.

  Hve ljúft er hans ok og létt byrði hans,

  við löðumst því fús á hans braut.

 3. 3. Í Guði og Jesú góðvild má sjá

  sem gefur réttan tón.

  Þá máttugu góðvild getum við átt

  sem gerir svo sterkan Guðs þjón.

(Sjá einnig Míka 6:8; Matt. 11:28-30; Kól. 3:12; 1. Pét. 2:3.)