Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 SÖNGUR 114

Verum þolinmóð

Velja hljóðskrá
Verum þolinmóð
UPPRÖÐUN
Texti
Mynd

(Jakobsbréfið 5:8)

 1. 1. Svo annt um einstætt nafn sitt

  er okkar Guði alla tíð.

  Það vandlátur vill verja

  gegn vanvirðing og illum níð.

  Hann öldum saman sýndi

  hvað hann sjálfur gæti þreytt,

  og þolinmóður þreyir

  og þreytist ekki neitt.

  Það er hans helgur vilji

  að hólpnir verði alls kyns menn.

  Þá aldrei er til einskis

  að þolgæði hans stendur enn.

 2. 2. Við þolinmæði þurfum

  svo þreyjum við á réttri leið.

  Hún veitir værð í hjarta

  og vernd gegn því að vera reið.

  Býst gjarnan við því góða,

  miðlar gæsku hér og þar.

  Þá hógværð okkar höldum

  með heilbrigt hugarfar.

  En ásamt öðrum dyggðum,

  sem andinn helgi glæðir best,

  við getum þóknast Guði

  því þolinmæði okkar sést.

(Sjá einnig 2. Mós. 34:14; Jes. 40:28; 1. Kor. 13:4, 7; 1. Tím. 2:4.)