Hoppa beint í efnið

Hoppa í undirvalmynd

Hoppa í efnisyfirlit

Vottar Jehóva

íslenska

Syngjum af gleði fyrir Jehóva

 SÖNGUR 110

Gleði Jehóva

Velja hljóðskrá
Gleði Jehóva
UPPRÖÐUN
Texti
Mynd

(Nehemíabók 8:10)

 1. 1. Táknin um ríkið tíma okkar marka,

  tölum um þau og segjum frá.

  Lausn er í nánd og lyftum því upp höfðum,

  langt er nú liðið tímann á.

  (VIÐLAG)

  Guðs gleði er hlífiskjöldur góður

  svo glöð við brýnum okkar raust.

  Í voninni fögnum, verum þakklát þjóð,

  Drottni þjónum áfram óttalaust.

  Guðs gleði er hlífiskjöldur góður,

  kunngerum gæsku skaparans.

  Með stöðugri hollustu við styðjum Guð,

  erum styrk og glöð í verki hans.

 2. 2. Horfið til Guðs, já, allir sem hann elskið,

  óttist ei menn, Guð sýnir mátt.

  Stöndum nú upp og þrumuraustu þenjum,

  þannig við sungið getum hátt.

  (VIÐLAG)

  Guðs gleði er hlífiskjöldur góður

  svo glöð við brýnum okkar raust.

  Í voninni fögnum, verum þakklát þjóð,

  Drottni þjónum áfram óttalaust.

  Guðs gleði er hlífiskjöldur góður,

  kunngerum gæsku skaparans.

  Með stöðugri hollustu við styðjum Guð,

  erum styrk og glöð í verki hans.

(Sjá einnig 1. Kron. 16:27; Sálm 112:4; Lúk. 21:28; Jóh. 8:32.)