Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 SÖNGUR 104

Heilagur andi er gjöf Guðs

Velja hljóðskrá
Heilagur andi er gjöf Guðs
UPPRÖÐUN

(Lúkas 11:13)

 1. 1. Jehóva, faðir, mild er þín miskunn,

  mannshjartanu ávallt meiri ert.

  Léttu’ okkar byrði, linaðu angist,

  líknandi andi þinn fær okkur snert.

 2. 2. Dýrð þína skortir sköpunin mannleg,

  skammsýn oft villist af réttri leið.

  Guð, ljáðu eyra grátbeiðni okkar,

  gef okkur anda þinn um lífsins skeið.

 3. 3. Þegar ég þreytist þrýtur oft kjarkinn,

  þá kraftur þinn kveikir von hjá mér.

  Lyftu mér upp á arnarins vængjum,

  anda þinn veittu sem styrkjandi er.

(Sjá einnig Sálm 51:13; Jóh. 14:26; Post. 9:31.)