Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 SÖNGUR 102

Önnumst óstyrka

Velja hljóðskrá
Önnumst óstyrka
UPPRÖÐUN
Texti
Mynd

(Postulasagan 20:35)

 1. 1. Við öll höfum veikleika,

  veikja hugarró.

  Okkar faðir ástríkur

  elskar okkur þó.

  Mikil er miskunn hans,

  máttug ást skaparans.

  Líkjumst Guði látlaust

  í lífsins ólgusjó.

 2. 2. Virðist sumir veikburða,

  vanti hjálp og lið,

  óttann oft við getum lægt

  ástrík þeim við hlið.

  Hjörð Guðs þeir heyra til,

  hann segir: „Ég þig skil.“

  Megum þeirra þjáning sjá,

  þeir svo hljóti frið.

 3. 3. Frekar en að fordæma

  fetum spor Krists í.

  Enn þá meir má ávinna

  ef við erum hlý.

  Lýsum upp dapra lund,

  léttum þeim raunastund.

  Þegar hlýleg hjálpum þeim

  hughraust verða’ á ný.

(Sjá einnig Jes. 35:3, 4; 2. Kor. 11:29; Gal. 6:2.)