Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 FORSÍÐUEFNI | HVERJIR ERU VOTTAR JEHÓVA?

Hvers vegna boðum við trúna?

Hvers vegna boðum við trúna?

Sennilega erum við þekktust fyrir viðamikið boðunarstarf okkar hús úr húsi, á almannafæri og hvar sem fólk er að finna. Hvers vegna gerum við það?

Vottar Jehóva boða trúna til að lofa Guð og kunngera nafn hans. (Hebreabréfið 13:15) Við viljum einnig hlýða fyrirmælum Jesú sem sagði: „Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum ... og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður.“ – Matteus 28:19, 20.

Auk þess elskum við náungann. (Matteus 22:39) Við gerum okkur auðvitað grein fyrir að flestir hafa sínar eigin trúarskoðanir og að það hafa ekki allir áhuga á boðskapnum sem við flytjum. En við trúum því að boðskapur Biblíunnar geti bjargað lífi fólks. Það er ástæðan fyrir því að við höldum ótrauð áfram að „boða fagnaðarerindið um að Jesús sé Kristur“ líkt og kristnir menn á fyrstu öld gerðu. – Postulasagan 5:41, 42.

Félagsfræðingurinn Antonio Cova Maduro skrifaði um „hversu mikið Vottar Jehóva leggja á sig, svo mikið að þeir gera næstum út af við sig ... til að boðskapur hinnar helgu bókar komist til allra heimshorna“. – El Universal, dagblað í Venesúela.

Flestir sem lesa ritin okkar eru ekki vottar Jehóva. Og milljónir þeirra sem kynna sér Biblíuna með hjálp okkar tilheyra öðrum trúfélögum. En þeir meta mikils heimsóknir okkar.

Ef þú hefur fleiri spurningar um Votta Jehóva er þér velkomið að kynna þér svörin með því að ...

  • spyrja einn af vottum Jehóva.

  • fara inn á vefsíðuna www.jw.org/is.

  • koma á samkomur okkar sem eru öllum opnar og aðgangur er ókeypis.