Hoppa beint í efnið

Hoppa í undirvalmynd

Hoppa í efnisyfirlit

Vottar Jehóva

íslenska

Varðturninn  |  Nóvember 2015

Biblíuspurningar og svör

Biblíuspurningar og svör

Af hverju eru spádómar í Biblíunni?

Hvers vegna lýsir biblían atburðum okkar tíma? – Lúkas 21:10, 11.

Í Biblíunni er að finna marga ítarlega spádóma. Enginn maður getur sagt fyrir um framtíðina í smáatriðum. Uppfylling biblíuspádóma eru því skýr sönnun um að Biblían sé orð Guðs. – Lestu Jósúabók 23:14; 2. Pétursbréf 1:20, 21.

Biblíuspádómar, sem hafa þegar ræst, gefa okkur góðan grundvöll til að trúa á Guð. (Hebreabréfið 11:1) Þeir fullvissa okkur einnig um að loforð Guðs um framtíðina rætast. Biblíuspádómar gefa okkur því örugga von. – Lestu Sálm 37:29; Rómverjabréfið 15:4.

Hvaða gagn höfum við af spádómum Biblíunnar?

Sumir biblíuspádómar aðvara þjóna Guðs. Þegar frumkristnir menn sáu til að mynda ákveðinn biblíuspádóm rætast yfirgáfu þeir Jerúsalem. Síðar þegar borgin var lögð í rúst, vegna þess að flestir íbúanna höfðu hafnað Jesú, voru kristnir menn á öruggum stað langt fjarri borginni. – Lestu Lúkas 21:20-22.

Núna sýna uppfylltir spádómar okkur að ríki Guðs muni brátt binda enda á allar ríkisstjórnir og völd manna. (Daníel 2:44; Lúkas 21:31) Það er því nauðsynlegt að hver og einn geri án tafar það sem þarf til að öðlast velþóknun Jesú Krists, konungsins sem Guð hefur útvalið. – Lestu Lúkas 21:34-36.

 

Meira

BIBLÍUSPURNINGAR

Hvað er Guðsríki?

Kynntu þér hvers vegna Guðsríki er æðra öllum öðrum ríkisstjórnum.

HVAÐ KENNIR BIBLÍAN?

Spádómur Daníels um komu Messíasar

Meira en 500 árum fyrirfram opinberaði Guð nákvæmlega hvenær Messías kæmi. Kynntu þér þennan merkilega spádóm.