Hoppa beint í efnið

Hoppa í undirvalmynd

Hoppa í efnisyfirlit

Vottar Jehóva

íslenska

Varðturninn  |  Nóvember 2014

 FORSÍÐUEFNI | RÍKI GUÐS: HVERJU GETUR ÞAÐ KOMIÐ TIL LEIÐAR FYRIR ÞIG?

Ríki Guðs: Hverju mun það koma til leiðar fyrir þig?

Ríki Guðs: Hverju mun það koma til leiðar fyrir þig?

Eftir að hafa lesið greinarnar hér að framan hefurðu sennilega áttað þig á að ríki Guðs er Vottum Jehóva mikilvægt. Fannst þér ekki áhugavert að lesa um dásamleg fyrirheit Biblíunnar um Guðsríki? Þú veltir þó kannski fyrir þér hvort þessi loforð séu of góð til að vera sönn.

Það er auðvitað skynsamlegt að þú kynnir þér málin vel í stað þess að trúa öllu sem þú heyrir. (Orðskviðirnir 14:15) Á vissan hátt mætti líkja varkárni þinni við það sem Berojumenn gerðu til forna. * Þegar þeim var sagt frá fagnaðarerindinu um Guðsríki tóku þeir ekki við því einfaldlega af því að þeir óskuðu þess að fyrirheitin væru sönn heldur rannsökuðu þeir ritningarnar vandlega til að sjá „hvort þessu væri þannig farið“. (Postulasagan 17:11) Berojumenn báru því saman fagnaðarerindið, sem þeim var sagt frá, við það sem stóð í ritningunum. Eftir það sannfærðust þeir um að fagnaðarerindið væri tryggilega byggt á orði Guðs.

Vottar Jehóva hvetja þig innilega til að gera slíkt hið sama. Við bjóðum upp á ókeypis biblíukennslu þar sem þér gefst kostur á að kynna þér það sem Vottar Jehóva trúa um ríki Guðs og bera það saman við Biblíuna.

 Auk þess að læra meira um ríki Guðs getur nám þitt í Biblíunni veitt þér svör við stóru spurningunum í lífinu:

  • Hvernig kom lífið til?

  • Hver er tilgangur lífsins?

  • Af hverju leyfir Guð þjáningar?

  • Hvað gerist við dauðann?

  • Á jörðin eftir að farast?

  • Hver er lykillinn að hamingjuríku fjölskyldulífi?

Biblíukennslan getur þó fyrst og fremst hjálpað þér að ,nálægja þig Guði‘. (Jakobsbréfið 4:8) Og því nánari sem þú verður Guði því betur áttarðu þig á öllu því góða sem Guðsríki kemur til leiðar fyrir þig – ekki aðeins núna heldur um alla eilífð. Jesús sagði í bæn til föður síns: „Það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist.“ – Jóhannes 17:3.

 

^ gr. 4 Beroja var borg í Makedóníu til forna.