Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 FORSÍÐUEFNI | HEFUR GUÐ ÁHUGA Á ÞÉR?

Guð fylgist með þér

Guð fylgist með þér

„Augu Guðs hvíla á vegferð mannsins, hann horfir á hvert hans spor.“ – JOBSBÓK 34:21.

Því yngra sem barnið er þeim mun meir þarfnast það athygli foreldranna.

AF HVERJU SUMIR ERU Í VAFA: Nýleg rannsókn sýndi fram á að í Vetrarbrautinni okkar gætu verið að minnsta kosti 100 milljarðar reikistjarna. Og í ljósi þess hve alheimurinn er feiknastór hafa margir spurt sig: „Af hverju ætti almáttugur skapari að hafa áhuga á lítilfjörlegum mönnum á agnarsmárri reikistjörnu?“

ORÐ GUÐS KENNIR: Jehóva Guð * hætti ekki að hafa áhuga á mönnunum eftir að hafa gefið þeim leiðbeiningar í Biblíunni. Jehóva fullvissar okkur um að hann hafi mikinn áhuga á okkur því að hann segir: „Ég vil gefa þér ráð, vaka yfir þér.“ – Sálmur 32:8.

Lítum á frásöguna af Hagar, egypskri konu sem var uppi á 20. öld f.Kr. Hagar hafði komið illa fram við Saraí, vinnuveitanda sinn, sem auðmýkti hana fyrir vikið og því flýði Hagar út í eyðimörkina. En hætti Jehóva að gefa gaum að Hagar fyrst hún hafði gert mistök? Í Biblíunni segir: „Engill Drottins fann Hagar.“ Engillinn hughreysti hana og sagði: „Drottinn hefur heyrt kveinstafi þína.“ Hagar sagði þá við Jehóva: „Þú ert alsjáandi Guð.“ – 1. Mósebók 16:4-13.

„Alsjáandi Guð“ fylgist líka með þér. Lýsum því með dæmi: Umhyggjusöm móðir fylgist sérstaklega vel með yngstu börnunum sínum. Hún veit að því yngra sem barnið er þeim mun meir þarfnast það athygli foreldranna. Á svipaðan hátt fylgist Guð sérstaklega vel með okkur þegar við erum viðkvæm og varnarlítil. Jehóva segir: „Ég bý á háum og helgum stað en einnig hjá iðrunarfullum og þjökuðum í anda til að glæða þrótt hinna lítillátu og styrkja hjarta þjakaðra.“ – Jesaja 57:15.

En þú veltir kannski fyrir þér: „Hvernig fylgist Guð með mér? Dæmir hann mig eftir því sem hann heyrir og sér eða skyggnist hann undir yfirborðið og skilur hver ég er innst inni?“

^ gr. 5 Jehóva er nafn Guðs samkvæmt frummálum Biblíunnar.