Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Biblíuspurningar og svör

Biblíuspurningar og svör

Af hverju er jörðin svona einstök?

Jörðin á að vera friðsæll bústaður fyrir mannkynið.

Á jörðinni eru fullkomin lífsskilyrði. Á henni er að finna nóg af vatni, sem er nauðsynlegt fyrir allt líf. Kjörinn möndulhalli og möndulsnúningur jarðar og fjarlægð hennar frá sólu varna því að höfin gufi upp eða botnfrjósi. Og bæði lofthjúpur jarðar og segulsvið vernda hana gegn banvænum geislum. Plöntu- og dýralíf jarðar er auk þess samofið á stórkostlegan hátt. Margir hafa því komist að þeirri niðurstöðu að jörðin hafi verið búin til í ákveðnum tilgangi. – Lestu Jesaja 45:18.

En þá vaknar spurningin: Áttu þjáningar og óréttlæti að vera hluti af lífinu á jörðinni? – Lestu 5. Mósebók 32:4, 5.

Hver er fyrirætlun skaparans með jörðina?

Jörðin var sköpuð til að vera friðsæll bústaður fólks sem virðir hvert annað og elskar skapara sinn. Líf mannsins gegnir því æðri tilgangi en líf dýra og plantna. Við getum skilið hver skapari okkar er og dáðst að og líkt eftir kærleika hans og réttlæti. – Lestu Prédikarann 12:13; Míka 6:8.

Skapari okkar getur framkvæmt allt sem hann ætlar sér. Við megum því vera viss um að hann afmái þjáningar og óréttlæti og geri jörðina að friðsælum bústað fyrir mannkynið. – Lestu Sálm 37:11, 29; Jesaja 55:11.