Hoppa beint í efnið

Hoppa í undirvalmynd

Hoppa í efnisyfirlit

Vottar Jehóva

íslenska

Varðturninn  |  Nóvember 2013

Biblíuspurningar og svör

Biblíuspurningar og svör

Hvað verður um þá sem deyja?

Dauðinn er eins og svefn í þeim skilningi að þeir sem eru dánir eru meðvitundarlausir og geta ekkert gert. Skapari lífsins getur þó gefið þeim lífið aftur í upprisunni. Því til sönnunar fékk Jesús mátt frá Guði til að reisa upp dáið fólk til lífs á ný. – Lestu Prédikarann 9:5; Jóhannes 11:11, 43, 44.

Í hvaða skilningi er dauðinn eins og svefn?

Guð hefur lofað því að hinir dánu, sem eru geymdir í minni hans, fái að lifa á ný í réttlátum nýjum heimi. Þeir sem fá upprisu þurfa að sofa dauðasvefni þar til Guð gefur þeim líf á ný. Almáttugur Guð þráir að fá að beita mætti sínum svo að hinir látnu endurheimti lífið. – Lestu Jobsbók 14:14, 15.

Hvað gerist við upprisuna?

Fólk mun auðveldlega bera kennsl á sjálft sig, vini sína og ættingja þegar Guð reisir það upp. Líkami fólks rotnar að vísu en Guð getur reist sömu manneskju upp í nýjum líkama. – Lestu 1. Korintubréf 15:35, 38.

Tiltölulega fáir verða reistir upp til lífs á himni. (Opinberunarbókin 20:6) Flestir sem fá upprisu munu lifa í endurreistri paradís á jörð. Þeir fá tækifæri til að byrja upp á nýtt með það fyrir augum að lifa að eilífu. – Lestu Sálm 37:29; Postulasöguna 24:15.

 

Meira

HVAÐ KENNIR BIBLÍAN?

Hvar eru hinir dánu?

Kynntu þér hvað Biblían segir. Hvar eru hinir dánu? Af hverju deyjum við?

HVAÐ KENNIR BIBLÍAN?

Látnir ástvinir verða reistir upp

Hefur þú misst ástvin í dauðann? Er möguleiki að hitta hann aftur? Kynntu þér hvað Biblían kennir um upprisu.