Ef þú hefur orðið fyrir vonbrigðum með ákveðið trúfélag eða kirkjudeild áttu kannski erfitt með að treysta trúarbrögðunum yfir höfuð. En eitt er þó víst að til er trúfélag sem hægt er að treysta. Þegar Jesús var á jörðinni safnaði hann trúföstum fylgjendum sínum saman og kenndi þeim að lifa eftir lögum Guðs. Nú á tímum á Jesús sér einnig sanna fylgjendur, samviskusamt fólk sem leggur sig fram um að lifa í samræmi við kenningar hans. Hverjir eru þeir?

Ester, sem minnst var á í byrjun greinasyrpunnar, segir: „Ég fékk loksins biblíufræðslu þegar vottar Jehóva fóru að kenna mér. Ég var ekki lengi að skilja orðin í Jóhannesi 8:32. Þar stendur: ,[Þér] munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa.‘“

Ray, sem einnig var minnst á í greinasyrpunni, segir: „Af biblíunámi mínu hjá vottum Jehóva lærði ég að erfiðleikar mannanna eru ekki Guði að kenna. Þótt Guð hafi góða ástæðu til að umbera illskuna enn um sinn, lofar hann samt að afmá hana innan skamms. Ég er innilega þakklátur fyrir að hafa fengið skilning á þessum sannindum.“

Í heimi þar sem siðferði flestra fer stöðugt hrakandi er æ erfiðara að gera það sem er rétt. Það er samt hægt. Marga langar til að fá aðstoð við að skilja boðskap Biblíunnar og heimfæra hann upp á líf sitt. Þess vegna veita vottar Jehóva milljónum manna um allan heim ókeypis aðstoð við biblíunám. Í hverri viku er fjöldi fólks að kynna sér Biblíuna. Þannig nálægir það sig skaparanum og leggur grunninn að hamingjuríkara lífi. *

Væri ekki upplagt að spyrja votta Jehóva af hverju þeir treysti trúfélaginu sínu?

Væri ekki upplagt að spyrja votta Jehóva, næst þegar þú hittir þá, af hverju þeir treysti trúfélaginu sínu? Kynntu þér kenningar þeirra og hvort þeir fari eftir þeim. Gerðu svo upp við sjálfan þig hvort til sé það trúfélag sem er traustsins vert.

^ gr. 5 Nánari upplýsingar má finna í bókinni Hvað kennir Biblían? sem gefin er út af Vottum Jehóva.