Hoppa beint í efnið

Hoppa í undirvalmynd

Hoppa í efnisyfirlit

Vottar Jehóva

íslenska

VARÐTURNINN MAÍ 2013

Biblíuspurningar og svör

Biblíuspurningar og svör

Er hægt að skilja boðskap Biblíunnar?

Biblían er orð Guðs. Hún er eins og bréf frá kærleiksríkum föður. (2. Tímóteusarbréf 3:16) Í Biblíunni opinberar Guð hvernig við getum glatt hann, af hverju hann umber illskuna og hvað hann ætli að gera fyrir mannkynið í framtíðinni. En kennimenn hafa afskræmt kenningar Biblíunnar og það hefur orðið til þess að margir efast um að þeir muni nokkurn tíma öðlast skilning á því sem stendur í henni. – Postulasagan 20:29, 30.

Jehóva Guð vill að við lærum sannleikann um sig. Þess vegna hefur hann gefið okkur bók sem hægt er að skilja. – Lestu 1. Tímóteusarbréf 2:3, 4.

Hvernig getum við skilið það sem stendur í Biblíunni?

Jehóva gaf okkur ekki aðeins Biblíuna heldur hjálpar hann okkur að skilja það sem stendur í henni. Hann sendi Jesús til að kenna okkur. (Lúkas 4:16-21) Jesús hjálpaði hlustendum sínum að skilja Ritningarnar og tók fyrir hvert versið á fætur öðru. – Lestu Lúkas 24:27, 32, 45.

Jesús stofnaði kristna söfnuðinn með það fyrir augum að hann sinnti áfram því verki sem Jesús hafði sjálfur byrjað á. (Matteus 28:19, 20) Nú á tímum hjálpa sannir fylgjendur Jesú fólki að skilja hvað Biblían kennir um Guð. Ef þig langar til að skilja boðskap Biblíunnar myndu vottar Jehóva gjarnan vilja aðstoða þig. – Lestu Postulasöguna 8:30, 31.

 

 

Meira

HVAÐ KENNIR BIBLÍAN?

Biblían — bók frá Guði

Hvernig getur Biblían hjálpað þér að glíma við vandamál? Hvers vegna getur þú treyst spádómum hennar?