Hoppa beint í efnið

Hoppa í undirvalmynd

Hoppa í efnisyfirlit

Vottar Jehóva

íslenska

Varðturninn  |  2011-08-01

 Lesendur spyrja . . .

Býr Guð á ákveðnum stað?

Býr Guð á ákveðnum stað?

Því er haldið fram í mörgum trúarbrögðum að Guð sé alls staðar öllum stundum. Alfræðibókin New Catholic Encyclopedia segir til dæmis að Guð sé „í öllu sem lifir“. John Wesley, stofnandi meþódistakirkjunnar, samdi og flutti stólræðu sem nefndist „Guð er alls staðar“. Þar sagði hann meðal annars: „Það er ekki til sá staður, hvorki innan né utan hins skapaða alheims, þar sem Guð er ekki að finna.“

Hvað kennir Biblían? Er Guð alls staðar á sama tíma, í öllu á himni og jörð og jafnvel í mönnunum?

Reyndar er talað um það í Biblíunni að Guð búi á ákveðnum stað, nánar tiltekið á himnum. Sagt er frá því þegar Salómon konungur ákallaði Guð í bæn og sagði: „Heyr þá í himninum þar sem þú býrð.“ (1. Konungabók 8:43) Þegar Jesús Kristur kenndi fylgjendum sínum að biðja sagði hann þeim að ávarpa ,föður vorn, sem er á himnum‘. (Matteus 6:9) Eftir upprisu sína gekk Kristur „inn í sjálfan himininn, til þess að birtast nú fyrir augliti Guðs“, að sögn Biblíunnar. – Hebreabréfið 9:24.

Eins og þessi vers bera með sér býr Jehóva Guð ekki alls staðar heldur aðeins á himnum. Himnarnir, sem minnst er á í þessum versum, eru að sjálfsögðu ekki andrúmsloftið sem umlykur jörðina eða víðáttur himingeimsins. Hinir bókstaflegu himnar rúma ekki skapara alheimsins. (1. Konungabók 8:27) Biblían segir: „Guð er andi.“ (Jóhannes 4:24) Himinninn, þar sem hann býr, er ekki í efnisheiminum heldur á andlega tilverusviðinu. – 1. Korintubréf 15:44.

Hvað má þá segja um þau biblíuvers sem virðast gefa í skyn að Guð sé alls staðar? Svo dæmi sé tekið ávarpar Davíð Guð í Sálmi 139:7-10 og segir: „Hvert get ég farið frá anda þínum, hvert flúið frá augliti þínu? Þótt ég stigi upp í himininn, þá ertu þar, þótt ég gerði undirheima að hvílu minni, þá ertu einnig þar. Þótt ég lyfti mér á vængjum morgunroðans og settist við hið ysta haf, einnig þar mundi hönd þín leiða mig.“ Styðja þessi vers þá hugmynd að Guð sé alls staðar, að hann búi á öllum þeim stöðum sem taldir voru upp?

Það er eftirtektarvert að Davíð skyldi fyrst spyrja: „Hvert get ég farið frá anda þínum?“ * Með heilögum anda sínum getur Guð séð allt og beitt mætti sínum hvar sem er án þess að þurfa bókstaflega að fara sjálfur þangað eða búa þar. Lýsum þessu með dæmi: Á undanförnum árum hafa vísindamenn getað rannsakað jarðveginn á Mars sem er í milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Hvernig fara þeir að því? Þeir ferðast ekki þangað sjálfir heldur rannsaka nákvæmar ljósmyndir og önnur gögn sem berast frá rannsóknartækjum sem hafa lent á Mars.

Jehóva Guð þarf heldur ekki að vera alls staðar til að skynja hvað á sér stað hvar sem er í alheiminum. Í Biblíunni stendur: „Enginn skapaður hlutur er Guði hulinn.“ (Hebreabréfið 4:13) Já, heilagur andi, máttugur starfskraftur Guðs, nær til allra staða og gerir honum kleift að sjá allt og framfylgja fyrirætlun sinni frá einum ákveðnum stað, hinum „heilaga bústað“ sínum á himnum. – 5. Mósebók 26:15.

^ gr. 8 Hebreska orðið, sem hér er þýtt „andi“, merkir starfskraft Guðs, það er að segja máttinn sem Guð notar til að framkvæma vilja sinn.

Meira

VARÐTURNINN

Sýnir um andaverur á himnum

Hvað opinberar Biblían um Jehóva Guð, Jesú Krist og trúfasta engla?