Hoppa beint í efnið

Hoppa í undirvalmynd

Hoppa í efnisyfirlit

Vottar Jehóva

íslenska

Varðturninn – námsútgáfa  |  Júní 2014

Hvernig getum við aðstoðað fráskilin trúsystkini?

Hvernig getum við aðstoðað fráskilin trúsystkini?

Trúlega þekkirðu einhvern eða einhverja sem hafa gengið í gegnum skilnað, enda eru hjónaskilnaðir mjög algengir. Til dæmis kom fram í rannsókn í Póllandi að hjónaskilnaðir séu tíðastir hjá fólki um þrítugt sem hefur verið gift í þrjú til sex ár, og skilnaðir einskorðast ekki við þennan aldurshóp.

Samkvæmt Hagstofu Íslands má ætla að tæplega 36 prósent hjónabanda á Íslandi endi með skilnaði.

TILFINNINGARÓT

Hvað liggur að baki þessum tölum? Reyndur hjónabandsráðgjafi í Austur-Evrópu segir: „Skilnaður opinberar það sem þegar hefur átt sér stað – sambandsslit og aðskilnað. Hvort tveggja er mjög sárt tilfinningalega.“ Hann bætir við: „Sterkar tilfinningar eins og reiði, eftirsjá, vonbrigði, örvænting og skömm slá fólk oft út af laginu“ eftir skilnað. Stundum vakna sjálfsvígshugsanir í kjölfarið. „Þegar búið er að ganga frá skilnaðarpappírunum hefst nýr kafli. Vera má að hinn fráskildi finni til tómleika og einangrunar. Hann veltir kannski fyrir sér hvert hlutverk hans sé í lífinu eftir skilnaðinn.“

Eva rifjar upp hvernig henni leið fyrir nokkrum árum: „Ég fann fyrir mikilli skömm þegar nágrannar og vinnufélagar stimpluðu mig sem fráskilda konu eftir skilnaðinn. Ég var sár og bitur. Ég sat ein uppi með tvö ung börn og þurfti að sinna bæði móður- og föðurhlutverkinu.“ * Adam var safnaðaröldungur í 12 ár. Hann segir: „Sjálfsvirðing mín beið mikinn hnekki svo að stundum verð ég mjög reiður. Þá er freistandi að einangra sig frá öllum.“

BARÁTTAN VIÐ AÐ NÁ TÖKUM Á LÍFINU Á NÝ

Sumir eiga í baráttu við að ná tökum á lífinu, jafnvel mörgum árum eftir skilnað, vegna þess að þeir hafa stöðugar áhyggjur af framtíð sinni. Þeim finnst kannski að þeir séu skildir út undan. Greinahöfundur á sviði sálfræði segir auk þess að nú neyðist þeir til að „breyta um lífsvenjur og læra að takast á við vandamálin upp á eigin spýtur“.

Stanisław segir: „Fyrrverandi konan mín neitaði mér um að hitta litlu dætur mínar tvær eftir að við skildum. Það varð til þess að mér fannst öllum vera sama um mig og mér fannst jafnvel að Jehóva hefði yfirgefið mig. Mig langaði ekki til að lifa lengur. Með tímanum skildi ég hvað þetta var röng hugsun.“ Fráskilin kona,  sem heitir Wanda, kveið líka framtíðinni: „Ég var viss um að allir – þar á meðal trúsystkini – myndu hætta að sýna mér og börnunum áhuga að einhverjum tíma liðnum. Ég sé samt núna hve vel bræður og systur studdu við bakið á okkur og aðstoðuðu mig þegar ég reyndi mitt besta við að ala börnin upp í sannleikanum.“

Eins og sjá má af þessum athugasemdum verða sumir gagnteknir af neikvæðum tilfinningum eftir skilnað. Sjálfsmynd þeirra getur orðið brothætt, þeim fundist þeir lítils virði og ekki þess verðir að fá athygli annarra. Þeir gætu líka orðið gagnrýnir á aðra. Þá getur þeim fundist eins og trúsystkini sýni sér litla samúð og söfnuðurinn sé kaldur. Reynsla Stanisławs og Wöndu sýnir þó að fráskilin trúsystkini geta með tímanum fundið að bræðrum þeirra og systrum er annt um þau. Oft hafa trúsystkini hugsað mjög vel um fráskilda í söfnuðinum, jafnvel þó að þeir hafi ekki tekið eftir því til að byrja með.

GLÍMT VIÐ EINMANLEIKA OG HÖFNUN

Mundu að trúsystkini, sem hafa gengið í gegnum skilnað, finna kannski til einmanaleika af og til þótt við reynum okkar besta til að aðstoða þau. Fráskildum systrum getur ekki síst fundist fáir veita sér athygli. Alicja viðurkennir til dæmis: „Það eru átta ár síðan ég skildi en samt fæ ég stundum minnimáttarkennd. Þá langar mig mest til að loka mig af, vorkenna sjálfri mér og gráta.“

Þó að slíkar tilfinningar séu algengar hjá þeim sem eru að ganga í gegnum skilnað varar Biblían við því að einangra sig. Hætt er við að sá sem gerir það ,hafni hverju hollráði‘. (Orðskv. 18:1) Sá sem er einmana ætti þó að hafa í huga að það er ekki skynsamlegt að venja sig á að leita huggunar hjá einhverjum af hinu kyninu því að það gæti vakið upp sterkar tilfinningar sem eiga ekki rétt á sér.

Fráskilin trúsystkini eru kannski að berjast við erfiðar tilfinningar eins og kvíða, einmanaleika og jafnvel höfnun. Slíkar tilfinningar eru bæði algengar og erfiðar viðfangs. Við ættum að líkja eftir Jehóva og styðja dyggilega við bakið á trúsystkinum okkar. (Sálm. 55:23; 1. Pét. 5:6, 7) Við getum treyst því að öll aðstoð, sem við veitum þeim, er mikils metin. Þá finna þau að innan safnaðarins eiga þau trygga vini. – Orðskv. 17:17; 18:24.

^ gr. 6 Sumum nöfnum hefur verið breytt.