Að morgni miðvikudags 5. september 2012 var Betelfjölskyldunum í Bandaríkjunum og Kanada tilkynnt að bróðir Mark Sanderson hefði tekið sæti í hinu stjórnandi ráði Votta Jehóva 1. september 2012.

Bróðir Sanderson ólst upp á kristnu heimili í San Diego í Kaliforníu og lét skírast 9. febrúar 1975. Hann tók að starfa sem brautryðjandi í Saskatchewan í Kanada 1. september 1983. Hann útskrifaðist með sjöunda nemendahópi Þjónustuþjálfunarskólans (nú nefndur Biblíuskóli fyrir einhleypa bræður) í Bandaríkjunum í desember 1990. Bróðir Sanderson var útnefndur sérbrautryðjandi á Nýfundnalandi í apríl 1991. Eftir að hafa starfað sem staðgengill farandhirðis var honum boðið að starfa á Betel í Kanada í febrúar 1997. Í nóvember 2000 var hann færður til deildarskrifstofunnar í Bandaríkjunum. Hann starfaði þar fyrst hjá Spítalaupplýsingum en síðar í þjónustudeildinni.

Í september 2008 sótti bróðir Sanderson skólann fyrir bræður í deildarnefndum og var síðan beðinn að sitja í deildarnefndinni á Filippseyjum. Í september 2010 var hann beðinn að snúa aftur til Bandaríkjanna og starfaði þar sem aðstoðarmaður þjónustunefndar hins stjórnandi ráðs.