Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Manstu?

Manstu?

Hefurðu lesið nýjustu tölublöð Varðturnsins vandlega? Reyndu þá að svara eftirfarandi spurningum:

Hvaða dæmi í Biblíunni sýna fram á að Guð hefur samúð með okkur?

Guð vissi að Ísraelsmenn til forna þjáðust þegar þeir voru þrælar í Egyptalandi og hann fann til með þeim. (2. Mós. 3:7; Jes. 63:9) Við getum sýnt samúð því að við erum sköpuð í Guðs mynd. Hann finnur til með okkur, jafnvel þótt okkur finnist við ekki elskuverð. – wp18.3, bls. 8-9.

Hvernig hjálpaði Jesús fólki með kennslu sinni að sigrast á fordómum?

Á dögum Jesú voru margir Gyðingar fordómafullir. Jesús fordæmdi þjóðernishroka og lagði áherslu á nauðsyn þess að vera auðmjúkur. Hann hvatti fylgjendur sína til að líta hver á annan sem bræður og systur. – w18.06, bls. 9-10.

Hvað lærum við af því að Jehóva skyldi banna Móse að ganga inn í fyrirheitna landið?

Móse átti náið samband við Jehóva. (5. Mós. 34:10) Þegar Ísraelsþjóðin var búin að vera næstum 40 ár í eyðimörkinni kvartaði hún yfir vatnsskorti í annað sinn. Guð sagði Móse að ávarpa klettinn. En í staðinn sló Móse á klettinn. Vera má að Jehóva hafi verið reiður yfir því að Móse fylgdi ekki leiðbeiningunum eða að Móse gaf honum ekki heiðurinn af kraftaverkinu. (4. Mós. 20:6-12) Við lærum að það er mikilvægt að hlýða Jehóva og gefa honum dýrðina. – w18.07, bls. 13-14.

Hvernig gæti okkur orðið á með því að dæma eftir útlitinu?

Þrennt getur oft haft áhrif á skoðanir okkar: kynþáttur og þjóðerni, fjárhagur og aldur. Það er mikilvægt að við reynum að líta aðra sömu augum og Guð, án allra fordóma. (Post. 10:34, 35) – w18.08, bls. 8-12.

Hvernig geta eldri bræður aðstoðað aðra?

Guð metur enn mikils eldri bræður þó að þeir hafi þurft að fela öðrum verkefni sín. Þeir geta gert margt til að aðstoða aðra. Þeir geta reynt að ná til maka sem eru ekki í trúnni, aðstoðað óvirka, haldið biblíunámskeið og fært út kvíarnar í þjónustunni. – w18.09, bls. 8-11.

Hvaða kennslugögn höfum við í verkfærakistunni okkar?

Við höfum nafnspjöld og boðsmiða. Við erum með átta vel hönnuð smárit og blöðin Varðturninn og Vaknið! Í kistunni eru einnig nokkrir bæklingar, tvær af okkar helstu námsbókum og fjögur gagnleg myndskeið, þar á meðal Hvers vegna ættum við að kynna okkur Biblíuna? – w18.10, bls. 16.

Hvernig getum við ,keypt sannleika‘ eins og hvatt er til í Orðskviðunum 23:23?

Við greiðum ekki peninga fyrir sannleika. Það kostar hins vegar tíma og fyrirhöfn að eignast hann. – w18.11, bls. 4.

Hvað lærum við af hjónabandi Hósea og Gómerar?

Gómer hélt ítrekað fram hjá Hósea en hann fyrirgaf henni og var áfram giftur henni. Ef þjónn Guðs verður fyrir því að maki hans gerist sekur um kynferðislegt siðleysi getur hann kosið að fyrirgefa honum. Ef saklausi makinn hefur aftur kynmök við brotlega makann er ekki lengur biblíulegur grundvöllur fyrir skilnaði. – w18.12, bls. 13.