Hoppa beint í efnið

Hoppa í undirvalmynd

Hoppa í efnisyfirlit

Vottar Jehóva

íslenska

VARÐTURNINN (NÁMSÚTGÁFA) APRÍL 2016

Spurningar frá lesendum

Spurningar frá lesendum

Hvað átti Páll postuli við þegar hann sagði að andasmurðir kristnir menn fengju hver og einn „tryggingu“ og „innsigli“ frá Guði? – 2. Kor. 1:21, 22.

Innsiglishring var þrýst í leir eða innsiglislakk til að staðfesta skjal.

Trygging: Gríska orðið, sem er þýtt ,trygging‘ í 2. Korintubréfi 1:22, er „fagorð notað í viðskipta- og lagamáli“ að sögn heimildarrits. Það merkir „fyrsta afborgun, fyrsta greiðsla, innborgun eða veð sem gengur upp í kaupverðið og er greitt fyrir fram. Það tryggir þar með lagalega kröfu til viðkomandi hlutar eða fullgildir samning.“ Í 2. Korintubréfi 5:1-5 kemur fram að fullnaðargreiðslan til hinna andasmurðu, launin sem þeir fá, sé að hluta til fólgin í því að þeir íklæðist óforgengilegum himneskum líkama. Hún felur einnig í sér að þeir verða ódauðlegir. – 1. Kor. 15:48-54.

Í nútímagrísku er skylt orð notað um trúlofunarhring. Það er viðeigandi líkingamál þegar talað er um þá sem mynda táknræna eiginkonu Krists. – 2. Kor. 11:2; Opinb. 21:2, 9.

Innsigli: Áður fyrr var innsigli notað sem ígildi undirskriftar til að sanna eignarrétt, staðfesta áreiðanleika eða láta í ljós samþykki. Hinir andasmurðu eru merktir „innsigli“ heilags anda í táknrænum skilningi til merkis um að þeir séu eign Guðs. (Ef. 1:13, 14) Þetta innsigli verður þó ekki endanlegt fyrr en einhvern tíma áður en hinn andasmurði deyr trúfastur eða einhvern tíma áður en þrengingin mikla brýst út. – Ef. 4:30; Opinb. 7:2-4.