Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 FORSÍÐUEFNI | ER HEIMURINN FARINN ÚR BÖNDUNUM?

Er heimurinn farinn úr böndunum eða ekki?

Er heimurinn farinn úr böndunum eða ekki?

ÁRIÐ 2017 hófst á dapurlegri yfirlýsingu frá vísindasamfélaginu. Í janúar lýsti hópur vísindamanna því yfir að heimurinn hefði nálgast verstu hörmungar mannkynssögunnar. Vísindamenn færðu mínútuvísinn á dómsdagsklukkunni svokölluðu fram um 30 sekúndur til að sýna að hörmungar á heimsvísu eru mjög nærri. Núna vantar klukkuna ekki nema tvær og hálfa mínútu í miðnætti sem er nær miðnætti en í meira en 60 ár.

Árið 2018 ætla vísindamenn aftur að meta hversu nálægt við erum heimsendi. Mun dómsdagsklukkan enn gefa merki um að verstu hörmungar mannkyns vofi yfir? Hvað heldur þú? Er heimurinn farinn úr böndunum? Kannski finnst þér erfitt að svara því. Sérfræðingar eru jafnvel ekki allir sammála um málið. Ekki telja allir að dómsdagur sé óumflýjanlegur.

Milljónir manna líta framtíðina reyndar björtum augum. Þeir telja sig hafa sannanir fyrir því að jörðin verði byggileg að eilífu og að lífsgæði okkar muni batna. Er það trúverðugt? Er heimurinn farinn úr böndunum eða ekki?