Fréttir frá vesturhveli jarðar sýna að speki Biblíunnar er sígild.

Minnkaðu streitu með því að skoða tölvupóstinn sjaldnar

Það getur minnkað streitu að kíkja ekki oftar á tölvupóstinn en þrisvar sinnum á dag í stað þess að athuga hann við hvert tækifæri sem gefst. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem var gerð í Vancouver í Kanada. Kostadin Kushlev, sem stýrði rannsókninni, segir um niðurstöðuna: „Fólki finnst kannski erfitt að halda aftur af sér að skoða tölvupóstinn oft á dag en ef þeim tekst það minnkar það streituna.“

TIL UMHUGSUNAR: Við ættum að leita leiða til að minnka streituna því að nú eru „örðugar tíðir“. – 2. Tímóteusarbréf 3:1.

Spornað við áhrifum ofveiði

„Rannsóknir sýna fram á að stofn kuðungs, humars og fiskitegunda hefur stækkað á friðlýstum svæðum sjávar“ við Belís og á öðrum svæðum Karíbahafsins. Þetta kemur fram í skýrslu frá náttúruverndarsamtökunum Wildlife Conservation Society (WCS). Þar segir einnig: „Ofveiddar tegundir ná sér ágætlega á strik á friðlýstum svæðum á 1-6 árum ólíkt tegundum á fiskimiðum, en til þess að stofnar jafni sig algerlega ... getur þurft áratugi.“ Janet Gibson, sem er verkefnastjóri hjá samtökunum, segir: „Friðlýstu svæðin [við Belís] geta augljóslega hjálpað til við að byggja upp fiskistofna landsins og lífríki sjávarins.“

TIL UMHUGSUNAR: Er hæfileiki náttúrunnar til að endurnýja sig merki um að til sé vitur skapari? – Sálmur 104:24, 25.

Ofbeldi í brasilíu

Ofbeldi er að aukast í Brasilíu að sögn fréttaveitunnar Agência Brasil. Árið 2012 voru framin yfir 56.000 morð – sem er það mesta sem nokkru sinni hefur verið skráð hjá heilbrigðisráðuneytinu þar í landi. Luís Sapori, sérfræðingur í almannaöryggi, telur að aukninguna megi rekja til hnignandi siðferðis. Þegar fólk hættir að bera virðingu fyrir lögum landsins „grípur það til ofbeldis til að ná fram vilja sínum“, segir hann.

VISSIR ÞÚ: Biblían sagði að sá tími kæmi er kærleikur flestra myndi kólna og lögleysi magnast. – Matteus 24:3, 12.