Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 FORSÍÐUEFNI | AD TEMJA SÉR GÓÐAR VENJUR

2 Skapaðu þér góðar aðstæður

2 Skapaðu þér góðar aðstæður
  • Þú hefur ákveðið að taka á mataræðinu en ísinn í frystinum er bara allt of freistandi.

  • Þú ert búinn að ákveða að hætta að reykja en vinur þinn býður þér sígarettu eina ferðina enn – þó að hann viti að þú ert að reyna að hætta.

  • Þú ætlaðir í ræktina í dag en íþróttaskórnir eru einhvers staðar inni í skáp og það er allt of mikil fyrirhöfn að finna þá.

Sérðu eitthvað sameiginlegt með þessum dæmum? Reynslan hefur margoft sýnt að umhverfi okkar – þær aðstæður sem við komum okkur sjálf í og það fólk sem við umgöngumst – hefur áhrif á það hvernig okkur tekst að temja okkur góðar venjur eða losa okkur við slæma ávana.

RÁÐLEGGING BIBLÍUNNAR: „Vitur maður sér ógæfuna og felur sig en einfeldningarnir halda áfram og gjalda þess.“ – Orðskviðirnir 22:3.

Í Biblíunni erum við hvött til að hugsa fram í tímann. Þannig getum við varað okkur á aðstæðum sem myndu hindra okkur í að ná markmiðum okkar og reynt að skapa okkur betri aðstæður. (2. Tímóteusarbréf 2:22) Það er viturlegt að gera það.

Gerðu þér erfiðara fyrir að falla í freistni og auðveldara að ná markmiðum þínum.

ÞAÐ SEM ÞÚ GETUR GERT

  • Gerðu þér erfiðara fyrir að falla í freistni. Forðastu til dæmis að eiga mat heima sem þú ættir að varast ef þú ætlar að venja þig af að borða ruslfæði. Þá þarftu að hafa meira fyrir því að láta undan freistingu.

  • Gerðu þér auðveldara að ná markmiðum þínum. Settu til dæmis æfingafötin við hliðina á rúminu þínu á kvöldin ef þú ætlar að byrja daginn á hreyfingu. Því auðveldara sem það er að byrja, því líklegra er að þér takist það.

  • Vandaðu valið á vinum. Við höfum tilhneigingu til að líkja eftir þeim sem við umgöngumst. (1. Korintubréf 15:33) Takmarkaðu því sambandið við þá sem ýta undir það sem þú ert að reyna að venja þig af og sæktu í félagsskap þeirra sem styrkja þig í að fylgja góðum venjum.