Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 FORSÍÐUEFNI | DULRÆN FYRIRBÆRI – HVAÐ BÝR AÐ BAKI ÞEIM?

Dulræn fyrirbæri vekja forvitni

Dulræn fyrirbæri vekja forvitni

„Vampírur, varúlfar og uppvakningar, dragið ykkur í hlé – andsetið fólk og særingarmenn taka við af ykkur!“ – The Wall Street Journal.

GALDRAKARLAR, bæði ungir og gamlir, lokkandi nornir og myndarlegar vampírur. Þannig birtast okkur ýmsar yfirnáttúrulegar verur sem eru feikivinsælar í bókmenntum, tölvuleikjum og kvikmyndum. Hvað er svona heillandi við þær? *

„Í Bandaríkjunum trúa mun fleiri á drauga en áður. Fyrir nokkrum áratugum trúði einn af hverjum tíu á drauga en núna einn af hverjum þremur,“ segir félagsfræðingurinn Claude Fischer. „Ungt fólk í Bandaríkjunum er tvöfalt líklegra til að fara til miðla, trúa á drauga og óttast reimleika en þeir sem eldri eru.“

Það kemur því ekki á óvart að sögur um illa anda, sem taka sér bólfestu í mönnum, séu að verða ógnarvinsælar á ný. „Vinsældir andsetinna í dægurmenningu koma í kjölfar uppvakninga, varúlfa og vampíra síðasta áratuginn,“ segir Michael Calia í The Wall Street Journal.

Í einni skýrslu kemur fram að „á bilinu 25 til 50 prósent af fólki í heiminum trúir á drauga. Sögur af draugum eru áberandi í bókmenntum flestallra þjóða.“ Könnun, sem gerð var í Bandaríkjunum af félagsfræðingunum Christopher Bader og Carson Mencken, sýnir sláandi tölur. Þar kemur fram að „á bilinu 70 til 80 prósent Bandaríkjamanna eru sannfærðir um tilvist yfirnáttúrulegra fyrirbæra“.

Eru dulspeki og yfirnáttúruleg fyrirbæri bara saklaus skemmtun?

^ gr. 4 Yfirnáttúrulegt: Eitthvað sem „ekki er hægt að skýra með vísindalegum aðferðum og samræmast ekki náttúrulögmálum“. – Merriam-Webster’s Learner’s Dictionary.