Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Kynning

Kynning

Hvað einkennir farsælar fjölskyldur?

Við heyrum oft af því sem miður fer hjá fjölskyldum. En hvað einkennir farsælar fjölskyldur?

  • Frá 1990 til 2015 tvöfaldaðist skilnaðartíðni í Bandaríkjunum hjá þeim sem eru yfir 50 ára og þrefaldaðist hjá þeim sem eru yfir 65 ára.

  • Foreldrar eru ráðvilltir. Sumir sérfræðingar hvetja þá til að hrósa börnunum stöðugt en aðrir telja harðan aga nauðsynlegan.

  • Unglingar eru að verða fullorðið fólk en hafa ekki lært að takast á við heim fullorðinna.

Þrátt fyrir það geta ...

  • hjón bundist varanlegum böndum og verið hamingjusöm.

  • foreldrar lært að aga börnin af kærleika.

  • unglingar öðlast færni til að takast á við heim fullorðinna.

Hvernig? Í þessu tölublaði Vaknið! er rætt um 12 atriði sem einkenna farsælar fjölskyldur.