EFTIR að hafa skoðað sönnunargögnin hafa margir dregið þá ályktun að lífið sé handaverk æðri vitsmunaveru. Tökum heimspekiprófessorinn Antony Flew sem dæmi. Hann var um tíma einn helsti málsvari trúleysis en skipti um skoðun eftir að hafa gert sér grein fyrir hversu flókinn lífheimurinn er og þeim eðlislögmálum sem ríkja í alheiminum. Hann vitnar í heimspekinga fortíðar: „Okkur ber að fylgja rökunum hvert sem þau leiða okkur.“ Þau rök, sem Antony Flew fann, leiddu hann að þeirri niðurstöðu að til væri skapari.

Gerard, sem var getið fyrr í þessari greinaröð, komst að svipaðri niðurstöðu. Þrátt fyrir menntun sína og störf á sviði skordýrafræði sagði hann: „Ég sá enga sönnun fyrir því að lífið hafi sprottið sjálfkrafa af lífvana efni. Skipulagið og margbreytileikinn í lífríkinu sannfærði mig um að til sé hugsuður og hönnuður sem á heiðurinn af því.“

Hægt er að kynnast listamanni með því að skoða verk hans. Á sama hátt kom Gerard auga á eiginleika skaparans með því að rannsaka lífríkið. Hann tók sér líka tíma til að kynna sér bók eignaða skaparanum – Biblíuna. (2. Tímóteusarbréf 3:16) Þar fann hann fullnægjandi svör við spurningum sínum um uppruna mannsins og hagnýt ráð til að takast á við vandamál lífsins. Hann sannfærðist um að Biblían væri líka verk æðri vitsmunaveru.

Gerard komst að raun um að það er þess virði að kynna sér svör Biblíunnar. Hefur þú kynnt þér þau?