Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 FORSÍÐUEFNI | TEKIST Á VIÐ LÍFIÐ ÞEGAR ÁFÖLL DYNJA YFIR

Þegar áföll dynja yfir

Þegar áföll dynja yfir

ALLIR verða fyrir einhverjum áföllum á lífsleiðinni, líka fólk sem virðist ekki skorta neitt.

BIBLÍAN SEGIR:

„Hinir fótfráu ráða ekki hlaupinu, né hetjurnar stríðinu, né eiga spekingarnir brauðið víst, né hinir hyggnu auðinn, né hinir vitru vinsældir því að tími og tilviljun hittir þá alla fyrir.“ – Prédikarinn 9:11.

Spurningin er ekki hvort við verðum fyrir áföllum heldur hvernig við bregðumst við þegar þau dynja yfir. Hvað myndirðu til dæmis gera ef eftirfarandi henti þig?

  • Ef þú misstir aleiguna í náttúruhamförum.

  • Ef þú greindist með banvænan sjúkdóm.

  • Ef þú misstir ástvin.

Vottar Jehóva, sem gefa út þetta tímarit, trúa því að Biblían geti hjálpað þér að takast á við áföll í lífinu og gefið þér örugga von. (Rómverjabréfið 15:4) Lestu þrjár reynslusögur sem sýna hvernig Biblían getur hjálpað.