Hoppa beint í efnið

Hoppa í undirvalmynd

Hoppa í efnisyfirlit

Vottar Jehóva

íslenska

Vaknið!  |  September 2014

 FORSÍÐUEFNI | TEKIST Á VIÐ LÍFIÐ ÞEGAR ÁFÖLL DYNJA YFIR

Að missa heilsuna

Að missa heilsuna

Mabel, frá Argentínu, vann sem sjúkraþjálfari og var atorkusöm kona. Árið 2007 fór hún að finna til mikillar þreytu og var alltaf með slæman höfuðverk. „Ég fór til nokkurra lækna og prófaði alls konar lyf,“ segir hún „en ekkert dugði“. Að lokum fór Mabel í segulómun sem leiddi í ljós að hún var með heilaæxli. Hún segir: „Þetta kom mér algerlega í opna skjöldu. Ég gat ekki trúað því að eitthvað svona óhugnanlegt hefði tekið sér bólfestu innan í mér.

Ég áttaði mig samt ekki á hversu alvarlegt þetta var fyrr en eftir að ég var skorin upp. Þegar ég vaknaði eftir svæfinguna gat ég ekki hreyft mig. Það eina sem ég gat gert var að stara upp í loftið. Fyrir aðgerðina var ég atorkusöm og sjálfstæð en núna gat ég ekki gert neitt. Ég var ráðvillt þann tíma sem ég lá á gjörgæslu. Allt í kringum mig heyrði ég í tækjum, neyðarbjöllur hringdu og sjúklingar kveinkuðu sér. Þjáningarnar fylltu loftið.

Ég hef náð nokkrum bata núna. Ég get gengið óstudd og á góðum dögum get ég jafnvel farið út án hjálpar. En ég sé allt tvöfalt og er enn þá með skerta vöðvasamhæfingu.“

AÐ TAKAST Á VIÐ ÁFÖLL

Varðveittu jákvætt hugarfar. Í Orðskviðunum 17:22 stendur: „Glatt hjarta veitir góða heilsubót en dapurt geð tærir beinin.“ Mabel segir: „Þegar ég var að ná mér eftir veikindin átti ég við sams konar erfiðleika að stríða og þeir sem komu til mín í sjúkraþjálfun. Æfingarnar voru sársaukafullar og mig langaði stundum til að gefast upp. Það tók á að bægja burt neikvæðum hugsunum og ég þurfti stöðugt að minna mig á að þjálfunin gerði mér gott til langs tíma litið.“

Einbeittu þér að því sem gefur þér von. Það hjálpar þér að þrauka. „Ég hafði lært af Biblíunni hvers vegna við verðum fyrir áföllum í lífinu,“ segir Mabel. „En jafnframt vissi ég að með hverjum degi sem líður nálgast sá tími að þjáningar heyra sögunni til.“ *

Mundu að Guð ber umhyggju fyrir þér sem einstaklingi. (1. Pétursbréf 5:7) Mabel segir frá því hvernig það hjálpaði henni: „Þegar ég var á leiðinni á skurðstofuna fékk ég að reyna sannleiksgildi orðanna í Jesaja 41:10. Þar segir Guð: ,Óttast eigi því að ég er með þér.‘ Það kom gífurleg ró yfir mig þegar ég hugsaði til þess að Jehóva Guði er umhugað um velferð mína.“

Vissir þú? Biblían kennir að sá tími komi að mannkynið þurfi ekki lengur að kljást við slæma heilsu. – Jesaja 33:24; 35:5, 6.

^ gr. 8 Nánari upplýsingar er að finna í kafla 11 í bókinni Hvað kennir Biblían? Hægt er að nálgast hana á Netinu á www.jw.org/is.

Meira

BIBLÍUSPURNINGAR

Langvinn veikindi – getur Biblían komið að gagni?

Já! Skoðaðu þrjár leiðir til að takast á við langvinn veikindi.