Hoppa beint í efnið

Hoppa í undirvalmynd

Hoppa í efnisyfirlit

Vottar Jehóva

íslenska

Vaknið!  |  Júlí 2014

 GÓÐ RÁÐ HANDA FJÖLSKYLDUNNI | UPPELDI

Að kenna unglingum örugga netnotkun

Að kenna unglingum örugga netnotkun

VANDINN

Af fréttum að dæma sýnist þér Netið öruggt skjól fyrir kynferðisbrotamenn, auðkennisþjófa og þá sem stunda einelti. Þú hefur áhyggjur og það með réttu. Unglingurinn á heimilinu er oft á Netinu og virðist ekki gera sér neina grein fyrir hættunum.

Þú getur kennt barninu þínu að nota Netið á öruggan hátt. En kynntu þér fyrst nokkuð sem þú ættir að vita um Netið.

ÞAÐ SEM ÞÚ ÆTTIR AÐ VITA

Unglingar komast á Netið í gegnum farsíma og spjaldtölvur. Það er enn góð og gild regla að hafa tölvuna í opnu rými á heimilinu. En með spjaldtölvu eða snjallsíma getur unglingurinn haft meiri aðgang að Netinu en nokkurn tíma fyrr – og það án eftirlits.

Það er ekkert að því að keyra bíl þó að sumir lendi í árekstri. Eins er með Netið. Unglingurinn þarf að læra „öruggan akstur“ á Netinu.

Sumir unglingar verja óhóflegum tíma á Netinu. „Ég kveiki á tölvunni til að kíkja á póst í fimm mínútur en áður en ég veit af er ég búin að horfa á myndbönd tímunum saman,“ viðurkennir 19 ára stúlka. „Ég þarf að hafa heilmikið fyrir því að sýna sjálfstjórn.“

Unglingar setja stundum of miklar upplýsingar á Netið. Fólk með illt í hyggju getur skoðað athugasemdir og myndir, sem unglingurinn setur á Netið, til að finna út hvar hann á heima, hvar hann gengur í skóla, hvenær enginn er heima og fleira af því tagi.

Sumir unglingar gera sér ekki grein fyrir afleiðingum þess sem þeir setja á Netið. Það sem er sett á Netið er þar til frambúðar. Stundum skjóta upp kollinum neyðarlegar athugasemdir eða myndir síðar meir. Til dæmis getur tilvonandi vinnuveitandi rekist á þær þegar hann leitar upplýsinga um umsækjanda.

Þrátt fyrir allt er gott að hafa þetta í huga: Netið er ekki óvinur þinn. Það er óviturleg notkun þess sem kemur fólki í vandræði.

 HVAÐ ER TIL RÁÐA?

Kenndu unglingnum að forgangsraða og skipuleggja tíma sinn. Hluti af því að verða ábyrgur einstaklingur er að læra hvað á að ganga fyrir í lífinu. Að verja tíma með fjölskyldunni og sinna heimavinnunni og húsverkunum er mikilvægara en að vafra á Netinu. Settu unglingnum tímamörk ef þú hefur áhyggjur af því hvað hann eyðir miklum tíma á Netinu. Þú getur jafnvel notað tímamæli ef nauðsyn krefur. – Ráðlegging Biblíunnar: Filippíbréfið 1:10.

Kenndu unglingnum að hugsa sig um áður en hann setur eitthvað á Netið. Hvettu hann til að spyrja sig spurninga eins og: Geta ummælin, sem ég ætla að senda frá mér, gert öðrum mein? Hvaða áhrif hefði þessi mynd á mannorð mitt? Færi ég hjá mér ef foreldrar mínir eða aðrir fullorðnir sæju myndina eða ummælin? Hvað myndu þau halda um mig ef þau sæju það sem ég sendi frá mér? Hvað ef einhver annar sendi frá sér svona ummæli eða mynd? Hvað fyndist mér um hann eða hana? – Ráðlegging Biblíunnar: Orðskviðirnir 10:23.

Kenndu unglingnum að tileinka sér góð gildi í stað þess að fylgja bara reglum. Þú getur ekki vaktað unglinginn allan sólarhringinn. Enda er það ekki markmið þitt sem foreldri að stjórna öllum gerðum barna þinna heldur að hjálpa þeim að ,aga hugann til að greina gott frá illu‘. (Hebreabréfið 5:14) Höfðaðu til siðferðisvitundar unglingsins frekar en að leggja höfuðáherslu á reglur og refsingu. Hvernig orð vill hann hafa á sér? Fyrir hvernig eiginleika vill hann vera þekktur? Þú vilt hjálpa barninu þínu að geta tekið skynsamlegar ákvarðanir, hvort sem þú ert á staðnum eða ekki. – Ráðlegging Biblíunnar: Orðskviðirnir 3:21.

„Krakkar vita meira um tækni. Foreldrar vita meira um lífið.“

Að nota Netið á öruggan máta krefst góðrar dómgreindar, rétt eins og að keyra bíl. Tæknikunnáttan ein og sér nægir ekki. Þú sem ert foreldri hefur þess vegna mikilvægu hlutverki að gegna í að leiðbeina barninu þínu. Parry Aftab, sérfræðingur í öryggismálum á Netinu, hitti naglann á höfuðið þegar hún sagði: „Krakkar vita meira um tækni. Foreldrar vita meira um lífið.“

Meira

TÖFLUTEIKNINGAR

Skynsemi á samskiptasíðum

Þú getur bæði átt skemmtileg og örugg samskipti við vini þína á Netinu.

UNGT FÓLK SPYR

Hvað ætti ég að vita um textaskilaboð?

Textaskilaboð geta haft áhrif á vináttu og mannorð þitt. Hvernig?