Stillingar skjálesara

Search

Veldu tungumál

Hoppa í undirvalmynd

Hoppa í efnisyfirlit

Hoppa beint í efnið

Vottar Jehóva

íslenska

VAKNIÐ! JANÚAR 2013

 BÝR HÖNNUN AÐ BAKI?

Ratvísi lappajaðrakansins

Ratvísi lappajaðrakansins

FARFLUG lappajaðrakansins er með því merkilegasta sem við þekkjum. Hann flýgur 11.000 kílómetra leið og getur verið rúmlega átta daga á leiðinni.

Hugleiddu þetta: Vísindamenn telja að sumar fuglategundir noti segulsvið jarðar til að rata, rétt eins og þeir hefðu innbyggðan áttavita í heilanum. Hugsanlegt er að jaðrakaninn noti að auki sól og stjörnur til að rata eftir. Svo virðist sem fuglinn finni einnig á sér ef vindar eru í aðsigi sem gætu gefið honum meðbyr. En sérfræðingar undra sig á því hvernig lappajaðrakaninn ráði við þetta ótrúlega ferðalag. „Ég hef rannsakað þá í 20 ár,“ segir líffræðingurinn Bob Gill „og er enn jafn gáttaður á þeim.“

Hvað heldurðu? Þróaðist ratvísi lappajaðrakansins? Eða býr hönnun að baki?