Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Tökum framförum í að boða trúna – hvetjum áhugasama til að sækja samkomur

Tökum framförum í að boða trúna – hvetjum áhugasama til að sækja samkomur

AF HVERJU ER ÞAÐ MIKILVÆGT? Á safnaðarsamkomum fáum við reglubundið tækifæri til að lofsyngja Jehóva. (Slm 149:1) Á samkomunum lærum við að gera vilja Guðs. (Slm 143:10) Áhugasamir og biblíunemendur taka meiri framförum þegar þeir fara að sækja samkomur.

HVERNIG FÖRUM VIÐ AÐ?

  • Bjóddu á samkomu eins fljótt og hægt er. Þú þarft ekki að bíða þangað til biblíunámskeið er komið í gang. – Opb 22:17.

  • Útskýrðu fyrir áhugasömum hverju þeir geta átt von á og um hvað verði fjallað á næstu samkomu. Það sem getur hjálpað í þessu sambandi er: Boðsmiði á safnaðarsamkomur, myndskeiðið Hvernig fara samkomur okkar fram? og kaflar 5 og 7 í bæklingnum Hverjir gera vilja Jehóva?

  • Bjóddu fram aðstoð. Þarf hinn áhugasami far eða upplýsingar um viðeigandi klæðnað? Sittu hjá honum á samkomunni og leyfðu honum að fylgjast með í ritunum þínum. Kynntu hann fyrir öðrum.