Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Tökum framförum í að boða trúna – skrifum góð bréf

Tökum framförum í að boða trúna – skrifum góð bréf

AF HVERJU ER ÞAÐ MIKILVÆGT? 1. Korintubréf er eitt fjórtán bréfa sem Páll postuli skrifaði til að uppörva trúsystkini sín. Bréfritari hefur tíma til að velja orð sín vandlega og viðtakandinn getur lesið bréfið aftur og aftur. Að skrifa bréf er góð leið til að segja ættingjum og kunningjum frá trúnni. Þetta er einnig áhrifarík leið til að boða trúna þeim sem við getum ekki talað við augliti til auglitis. Kannski hefur einhver sýnt áhuga en reynst hefur erfitt að hitta hann aftur heima. Það getur verið erfitt að hitta suma á svæði okkar ef öryggisgæsla í fjölbýlishúsum er mikil, þar sem aðgengi er takmarkað eða ef fólk býr afskekkt. Hvað er gott að hafa í huga, sérstaklega þegar við skrifum til ókunnugra?

HVERNIG FÖRUM VIÐ AÐ?

  • Segðu það sem þú myndir segja augliti til auglitis. Kynntu þig í byrjun bréfsins og taktu skýrt fram hvers vegna þú sendir bréfið. Þú gætir komið með spurningu handa viðtakandanum til að hugsa um og vísað á vefsíðuna okkar. Segðu honum síðan hvernig heimabiblíunámskeið fer fram. Nefndu heiti nokkurra kafla í einu námsrita okkar. Nafnspjald, boðsmiði eða smárit má fylgja bréfinu.

  • Vertu stuttorður. Hafðu bréfið ekki lengra en svo að viðtakandi nenni að lesa það til enda. – Sjá sýnishorn af bréfi.

  • Lestu bréfið yfir til að leiðrétta villur og hafðu það snyrtilegt og auðlesið. Sjáðu til þess að efni bréfsins sé vinalegt, kurteislegt og jákvætt. Gættu þess að setja frímerki sem nægja fyrir burðargjaldinu.