Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Hjálpaðu fjölskyldu þinni að muna eftir Jehóva

Hjálpaðu fjölskyldu þinni að muna eftir Jehóva

Jeremía fékk það verkefni að vara Gyðingana við yfirvofandi eyðingu, vegna þess að þeir höfðu gleymt Jehóva Guði. (Jer 13:25) Hvers vegna var samband þjóðarinnar við Jehóva orðið svona slæmt? Ísraelskar fjölskyldur höfðu í raun glatað sambandi sínu við Jehóva. Það var augljóst að höfuð fjölskyldnanna fóru ekki eftir leiðbeiningum Jehóva í 5. Mósebók 6:5-7.

Andlega sterkar fjölskyldur stuðla að stöðugleika í söfnuðum okkar. Höfuð fjölskyldunnar getur hjálpað fjölskyldu sinni að muna eftir Jehóva með því að hafa reglubundnar tilbeiðslustundir með innihaldsríkri dagskrá. (Slm 22:28) Eftir að hafa horft á myndskeiðið These Words ... Must Be on Your Heart“ – viðtöl við fjölskyldur, skaltu svara eftirfarandi spurningum:

  • Hvernig hafa sumar fjölskyldur tekist á við algengar hindranir í tengslum við tilbeiðslustund fjölskyldunnar?

  • Hvaða umbun hefur það í för með sér að hafa reglubundnar tilbeiðslustundir með innihaldsríkri dagskrá?

  • Hvaða hindrunum mæti ég í sambandi við tilbeiðslustund fjölskyldunnar og hvernig ætla ég að bregðast við þeim?