Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | 2. KORINTUBRÉF 4-6

Við látum ekki hugfallast

Við látum ekki hugfallast

4:16-18

Ímyndaðu þér tvær fjölskyldur sem búa í sama niðurnídda fjölbýlishúsinu. Önnur fjölskyldan er örvæntingarfull sem skiljanlegt er. En hin fjölskyldan er ánægð þótt ótrúlegt sé. Af hverju? Síðarnefnda fjölskyldan flytur innan skamms í nýja fallega íbúð.

„Við vitum að öll sköpunin stynur líka og hefur fæðingarhríðir allt til þessa“, samt eru þjónar Guðs vonglaðir. (Róm 8:22) Við vitum að vandamál okkar, jafnvel þau sem hafa hrjáð okkur í áratugi, eru „skammvinn og léttbær“ í samanburði við eilífðina í nýjum heimi Guðs. Ef við beinum athyglinni að þeirri blessun sem Guðsríki hefur í för með sér hjálpar það okkur að vera ánægð og gefast ekki upp.