9:1-7

Ímyndaðu þér hvernig Jesú hefur liðið þegar ummyndunarsýnin átti sér stað og hann heyrði himneskan föður sinn lýsa yfir að hann hefði velþóknun á honum. Þetta hefur án efa gefið Jesú styrk til að ganga í gegnum þjáningarnar sem biðu hans. Þessi sýn hafði líka sterk áhrif á Pétur, Jakob og Jóhannes. Jesús var svo sannarlega Messías og það var rétt hjá þeim að hlusta á hann. Um 32 árum síðar var Pétri þessi reynsla enn í fersku minni og hvernig sýnin hjálpaði honum að ,treysta enn betur orði spámannanna‘. – 2Pét 1:16-19.

Þótt við höfum ekki séð þessa áhrifamiklu sýn sjálf, sjáum við uppfyllingu hennar. Jesús ríkir sem voldugur konungur. Fljótlega fer hann „til þess að sigra“ og ryðja brautina fyrir réttlátan nýjan heim. – Opb 6:2.

Hvernig hefur það styrkt trú þína að sjá biblíuspádóma uppfyllast?