3:4

  • Útlit Jóhannesar og klæðnaður gaf strax til kynna að hann lifði einföldu lífi og var algerlega helgaður því að gera vilja Guðs.

  • Sá einstaki heiður að undirbúa komu Jesú var mikilvægari öllum fórnum sem Jóhannes færði.

Ef við lifum einföldu lífi verður auðveldara að gera meira í þjónustu Guðs og það hefur mikla gleði í för með sér. Við getum einfaldað líf okkar með því að ...

  • koma auga á raunverulegar þarfir.

  • skera niður ónauðsynleg útgjöld.

  • gera raunhæfa fjárhagsáætlun.

  • losa okkur við hluti sem við notum ekki.

  • borga niður skuldir.

  • minnka óhóflega veraldlega vinnu.

Mataræði Jóhannesar samanstóð af engisprettum og villihunangi.

Hvaða markmiði mun einfalt líf gera mér kleift að ná?