Hoppa beint í efnið

Hoppa í undirvalmynd

Hoppa í efnisyfirlit

Vottar Jehóva

íslenska

Líf okkar og boðun – vinnubók fyrir samkomur  |  Júní 2017

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Hafðu yndi af að boða gleðifréttirnar

Hafðu yndi af að boða gleðifréttirnar

Hefur þér einhvern tíma þótt erfitt að boða trúna? Mörg okkar myndu svara því játandi. Hvers vegna? Kannski finnum við oft fyrir áhugaleysi eða fjandskap á svæði okkar eða okkur finnst erfitt að tala við ókunnuga. Slíkt getur að sjálfsögðu dregið úr gleði okkar. Samt sem áður tilbiðjum við ,hinn sæla Guð‘ sem vill að við þjónum sér með gleði. (Slm 100:2; 1Tím 1:11, Biblían 1912) Hvaða þrjár góðar ástæður höfum við til að hafa yndi af að boða trúna?

Í fyrsta lagi boðum við vonarboðskap. Fólk almennt skortir von nú á dögum en við getum flutt því gleðitíðindi sem veita von. (Jes 52:7) Gleðifréttirnar um ríki Guðs veita okkur líka gleði. Áður en þú heldur af stað að boða trúna skaltu hugleiða þá blessun sem ríki Guðs á eftir að færa jörðinni.

Í öðru lagi hefur fólk bæði líkamlega og andlega gagn af gleðifréttunum sem við færum. Fólk lærir að leggja af skaðlegar venjur og eignast von um eilíft líf. (Jes 48:17, 18; Róm 1:16) Ímyndum okkur að við tökum þátt í leitar- og björgunarstarfi. Við höldum áfram að leita þótt sumir vilji ekki láta bjarga sér. – Matt 10:11-14.

Í þriðja lagi heiðrar boðunin Jehóva og það er mikilvægast af öllu. Hann metur boðun okkar mjög mikils. (Jes 43:10; Heb 6:10) Auk þess gefur hann okkur óspart heilagan anda sinn til að framkvæma þetta verk. Þú skalt því biðja Jehóva um gleði sem er ávöxtur heilags anda. (Gal 5:22) Með hjálp hans getum við tekist á við kvíða og boðað ríkið af hugrekki. (Post 4:31) Þannig finnum við gleði þegar við boðum trúna óháð viðbrögðum fólks á svæði okkar. – Esk 3:3.

Hvaða hugarfar myndir þú vilja hafa í þjónustunni? Hvernig geturðu endurspeglað gleði?

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ AÐ ENDURHEIMTA GLEÐINA MEÐ BIBLÍUNÁMI OG ÍHUGUN, SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvers vegna þurfum við að næra okkur andlega jafnt og þétt, jafnvel þótt við verjum mörgum klukkustundum í boðuninni í hverjum mánuði?

  • Hvernig getum við líkt eftir Maríu?

  • Hvenær tekur þú þér tíma til að hugleiða orð Guðs?

  • Hvað veitir þér yndi þegar þú boðar fagnaðarerindið?