Hoppa beint í efnið

Hoppa í undirvalmynd

Hoppa í efnisyfirlit

Vottar Jehóva

íslenska

Líf okkar og boðun – vinnubók fyrir samkomur  |  Júní 2016

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Tökum framförum í að boða trúna – notum myndskeið við kennsluna

Tökum framförum í að boða trúna – notum myndskeið við kennsluna

AF HVERJU ER ÞAÐ MIKILVÆGT:

Myndskeið geta snert hjörtu fólks því það hefur sterkari áhrif og auðveldar einbeitingu að nota bæði sjón og heyrn. Jehóva er besta fyrirmyndin í að draga upp myndir við kennsluna. – Post 10:9-16; Opb 1:1.

Myndskeiðin Á Guð sér nafn?, Hver er höfundur Biblíunnar? og Hvernig getum við verið viss um að Biblían sé áreiðanleg? eru góð viðbót við 2. og 3. kafla í bæklingnum Gleðifréttir frá Guði. Myndskeiðin Hvers vegna ættum við að kynna okkur Biblíuna? og Hvernig fara samkomur okkar fram? hvetja fólk til að þiggja biblíunámskeið hjá okkur eða sækja safnaðarsamkomur. Sum myndskeið í fullri lengd henta einnig fyrir biblíunámskeið. – km 5.13 3.

HVERNIG FÖRUM VIÐ AÐ:

  • Sæktu fyrirfram myndskeiðið sem þú ætlar að sýna húsráðandanum.

  • Undirbúðu eina eða tvær spurningar sem er svarað í myndskeiðinu.

  • Horfið á myndskeiðið saman.

  • Ræðið um aðalatriðin.

PRÓFAÐU EFTIRFARANDI:

  • Sýndu bakhliðina á einu smáritanna og bentu á QR-merkið til að fara sjálfkrafa inn á myndskeiðið Hvers vegna ættum við að kynna okkur Biblíuna?

  • Sýndu myndskeiðið Hvernig getum við verið viss um að Biblían sé áreiðanleg? Bjóddu síðan bæklinginn Gleðifréttir frá Guði með því að benda á 3. kaflann.