Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | LÚKAS 10-11

Dæmisagan um miskunnsama Samverjann

Dæmisagan um miskunnsama Samverjann

10:25-37

Jesús sagði dæmisögu þegar hann var spurður: ,Hver er náungi minn?‘ (Lúk 10:25-29) Hann vissi að alls konar fólk, þar á meðal Samverjar og fólk af þjóðunum, myndi tilheyra kristna söfnuðinum. (Jóh 12:32) Fylgjendur hans lærðu af þessari dæmisögu að þeir ættu að leggja lykkju á leið sína til að sýna öðrum kærleika, líka fólki sem væri mjög ólíkt þeim sjálfum.

HUGLEIDDU EFTIRFARANDI SPURNINGAR:

  • Hvernig lít ég á trúsystkini mín af annarri menningu?

  • Ver ég aðallega tíma með þeim sem ég á ýmislegt sameiginlegt með?

  • Gæti ég gert rúmgott í hjartanu og kynnst betur trúsystkinum mínum sem hafa annan bakgrunn en ég? (2Kor 6:13)

Hverjum gæti ég boðið ...

  •  að boða trúna með mér?

  •  í mat til mín?

  •  að vera með okkur fjölskyldunni í tilbeiðslustundinni eitthvert kvöldið?