Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | JESAJA 58-62

Náðarár Drottins boðað

Náðarár Drottins boðað

„Náðarár Drottins“ er ekki bókstaflegt ár

61:1, 2

  • Það er það tímabil sem Jehóva gefur auðmjúku fólki tækifæri til að taka við boðuninni um frelsi.

  • Á fyrstu öldinni hófst náðarárið þegar Jesús hóf þjónustu sína árið 29 e.Kr. og lauk á ,hefndardegi Guðs vors‘ árið 70 e.Kr. þegar Jerúsalem var lögð í eyði.

  • Nú á dögum hófst náðarárið þegar Jesús var krýndur á himni árið 1914 og því lýkur í þrengingunni miklu.

„Réttlætiseikur“ eru blessun frá Jehóva

61:3, 4

  • Hæstu tré jarðar vaxa yfirleitt mörg saman í skógum og veita þannig hvert öðru stuðning.

  • Mikil rótarkerfi geta verið samofin, þau styrkja trén og veita þeim festu í stormviðri.

  • Há tré skýla ungum trjám og laufblöðin sem falla af trjánum eru áburður fyrir jarðveginn.

Þeir sem tilheyra söfnuði Jehóva um heim allan njóta góðs af stuðningi og vernd sem ,réttlætiseikurnar‘ veita, það er hinir andasmurðu.