Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | JESAJA 52-57

Kristur þjáðist fyrir okkur

Kristur þjáðist fyrir okkur

„Hann var fyrirlitinn og menn forðuðust hann ... Vér álitum honum refsað, hann sleginn og niðurlægðan af Guði“

53:3-5

  • Jesús var fyrirlitinn og sakaður um guðlast. Sumir héldu að Guð væri að refsa honum rétt eins og hann legði á hann andstyggilegan sjúkdóm.

„En Drottni þóknaðist að kremja hann ... og vegna hans nær vilji Drottins fram að ganga“

53:10

  • Jehóva þjáðist án efa þegar hann horfði upp á son sinn drepinn. Hins vegar gladdi það Jehóva mjög mikið að sjá Jesú fullkomlega trúfastan. Með dauða Jesú var ásökun Satans svarað varðandi trúfesti þjóna Guðs. Dauði hans kom einnig iðrandi mannkyni að gagni og átti þannig þátt í að ,vilji Drottins næði fram að ganga‘.