Boðberar bjóða bæklinginn Gleðifréttir frá Guði í Aserbaídsjan.

LÍF OKKAR OG BOÐUN – VINNUBÓK FYRIR SAMKOMUR Ágúst 2017

Tillögur að kynningum

Tillögur að kynningum fyrir Vaknið! og kennum sannleikann um hvers vegna Guð skapaði mennina. Notaðu tillögurnar til að búa til þínar eigin kynningar.

FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS

Jehóva launaði heiðinni þjóð

Jehóva launaði Babýloníumönnum fyrir að sitja um Týrus í 13 ár. Hvernig sýnir Jehóva að hann kann að meta fórnir okkar og trúfasta þjónustu?

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Þroskaðu með þér eiginleika sem Guði líkar – auðmýkt

Hvers vegna er auðmýkt mikilvægur eiginleiki? Hvernig sýnum við auðmýkt í verki? Hvernig getur bænin og fordæmi Jesú hjálpað okkur til að þroska með okkur auðmýkt?

FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS

Varðmaðurinn ber mikla ábyrgð

Varðmenn báru þá ábyrgð að vara borgarbúa við aðsteðjandi hættu. Hver var tilgangurinn með því að Jehóva skipaði Esekíel sem táknrænan varðmann fyrir Ísrael?

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Þroskaðu með þér eiginleika sem Guði líkar – hugrekki

Hvers vegna verðum við að sigrast á ótta við menn? Hvernig getur íhugun, bæn og það að treysta á hjálp Jehóva hjálpað okkur að þroska með okkur hugrekki?

FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS

Góg í Magóg verður bráðum eytt

Biblían lýsir atburðum sem eiga sér stað fyrir og eftir eyðingu Gógs í Magóg.

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Þroskaðu með þér eiginleika sem Guði líkar – trú

Við verðum líkt og Abraham að sýna trú á Jehóva Guð, líka þegar það er erfitt. Hvernig getum við byggt upp sterka trú og hollustu?

FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS

Hvernig snertir sýn Esekíels um musterið þig?

Musterissýn Esekíels minnir okkur á háleitar meginreglur Jehóva um hreina tilbeiðslu. Hvernig hvetur sýnin okkur?

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Hvenær get ég næst starfað sem aðstoðarbrautryðjandi?

Frábær leið til að færa Guði lofgerðarfórnir er að gerast aðstoðarbrautryðjandi. Hefur þú tök á að auka þjónustu þína þannig?