Suður-Kórea

Brasilía

Ástralía

Gínea

Jehóva hefur frá fornu fari hvatt fjölskyldur til að eiga stundir saman til að styrkja sambandið við hann og treysta fjölskylduböndin. (5. Mósebók 6:6, 7) Þess vegna nota fjölskyldur votta Jehóva ákveðinn tíma í hverri viku til að sinna andlegum hugðarefnum, og ræða þá saman í rólegheitum um mál sem eru sniðin að þörfum fjölskyldunnar. Þeir sem búa einir geta líka átt stund með Guði og valið sér að vild biblíulegt viðfangsefni til rannsóknar.

Það styrkir sambandið við Jehóva. „Nálægið ykkur Guði og þá mun hann nálgast ykkur.“ (Jakobsbréfið 4:8) Við styrkjum tengslin við Jehóva þegar við kynnumst eiginleikum hans og verkum af blöðum Biblíunnar. Auðvelt er að koma af stað reglulegu biblíunámi fjölskyldunnar með því að nota stund saman til að lesa upphátt úr Biblíunni. Til dæmis væri hægt að fylgja vikulegri lestraráætlun fyrir samkomuna Líf okkar og boðun. Hægt er að skipta lesefninu milli allra í fjölskyldunni og síðan getið þið rætt hvað þið hafið lært af lestrinum.

Það styrkir fjölskylduböndin. Hjón styrkja tengslin sín á milli með því að stunda sameiginlegt biblíunám, og hið sama er að segja um foreldra og börn. Þetta ættu að vera rólegar og ánægjulegar stundir sem allir hlakka til. Foreldrarnir ættu að velja viðeigandi efni í samræmi við aldur barnanna, til dæmis efni úr Varðturninum og Vaknið! eða á vefsetri okkar, jw.org. Hægt er að taka fyrir erfiðleika sem börnin hafa orðið fyrir í skólanum og ræða hvernig megi bregðast við þeim. Hvernig væri að horfa á myndband í Sjónvarpi Votta Jehóva (tv.jw.org) og ræða síðan um það saman? Kannski hafið þið gaman af að æfa söngvana sem sungnir verða á samkomunum. Svo er gott að fá sér eitthvað í gogginn eftir fjölskyldunámið.

Með því að taka frá góða stund í hverri viku til að tilbiðja Jehóva í sameiningu læra allir í fjölskyldunni að hafa yndi af orði hans. Þið megið treysta að Jehóva blessar viðleitni ykkar. – Sálmur 1:1-3.

  • Af hverju tökum við frá tíma í hverri viku til biblíunáms?

  • Hvernig geta foreldrar gert þessa stund ánægjulega fyrir alla í fjölskyldunni?