Finnland

Kennsla

Hirðisheimsókn

Boðun

Við erum ekki með launaða presta í söfnuðinum. Hins vegar eru skipaðir hæfir umsjónarmenn til að „gæta safnaðar Guðs“ líkt og gert var í kristna söfnuðinum forðum daga. (Postulasagan 20:28, Biblían 1912) Öldungarnir eru þroskaðir í trúnni og fara með forystuna í söfnuðinum. Þeir gæta hjarðarinnar „ekki nauðugir heldur af fúsu geði eins og Guð vill, ekki af gróðafíkn heldur fúslega“. (1. Pétursbréf 5:1-3) Hvernig þjóna þeir í okkar þágu?

Þeir gæta okkar og annast. Öldungarnir leiðbeina söfnuðinum og hjálpa honum að halda nánum tengslum við Jehóva. Þeir eru minnugir þess að það er Guð sem hefur trúað þeim fyrir þessu mikilvæga hlutverki. Þeir gæta þess að drottna ekki yfir söfnuðinum heldur stuðla að velferð og gleði safnaðarmanna. (2. Korintubréf 1:24) Öldungarnir reyna að kynnast vel öllum í söfnuðinum, ekki ósvipað og fjárhirðir sem lætur sér annt um sauðina alla sem einn. – Orðskviðirnir 27:23.

Þeir kenna okkur að gera vilja Guðs. Öldungarnir stjórna vikulegum samkomum safnaðarins og styrkja trú okkar hinna. (Postulasagan 15:32) Þeir fara einnig með forystuna í boðunarstarfinu, starfa með öðrum og þjálfa þá í öllum greinum þjónustunnar.

Þeir uppörva okkur hvert og eitt. Öldungar safnaðarins heimsækja okkur stundum eða ræða við okkur í ríkissalnum til að hlúa að andlegum þörfum okkar og hughreysta með hjálp Biblíunnar. – Jakobsbréfið 5:14, 15.

Auk þess að starfa í þágu safnaðarins vinna flestir öldungar veraldleg störf og hafa fyrir fjölskyldu að sjá. Hvort tveggja kostar tíma og krafta. Þessir duglegu bræður eiga virðingu okkar skilda. – 1. Þessaloníkubréf 5:12, 13.

  • Hvert er hlutverk safnaðaröldunga?

  • Hvernig sýna öldungarnir áhuga á okkur hverju og einu?